Um okkur
Hnyðja er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í nytja- og skrautmunum, að mestu unnum úr tré.
Stórfjölskyldan
Bangsapabbi - Hafþór - er yfirsmiður, hönnuður og aðalframleiðandi.
Bangsamamma- Brynja Dadda - er framkvæmdastjóri, saumakona og matráður.
Bangsastrákur - Ingvi Rafn - er yfirtæknimaður, myndasmiður og ráðgjafi.
Bangsastelpa - Íris - er listrænn ráðunautur og aðstoðarmaður á gólfi.
Pantanir
Það eru þrjár leiðir til að panta vörur hjá okkur.
Senda inn pöntun í gegnum pöntunarsíðuna.
Senda okkur tölvupóst á hnydja@gmail.com
Annað mikilvægt
Við heitum fullum trúnaði við viðskiptavini okkar og afhendum ekki upplýsingar til þriðja aðila.
Framleiðslan
Hver einasti hlutur er smíðaður af natni í höndum og lögð í hann mikil vinna og alúð í anda liðinna ára. Ávallt er leitast eftir að hafa efnivið eins náttulegan og umhverfisvænan og býðst hverju sinni. Þetta er þó eingöngu hugsjónavinna og hefur t.d. ekki verið ofnæmis- eða öryggisprófað nema af okkur í fjölskyldunni.
Ávallt ber því að taka vara á ef börn eða fullorðnir eru með ofnæmi og/eða sýna ofnæmisviðbrögð.
(Einstaka vinir hafa einnig lent í markhópi til prófana en þeim hefur ekkert fækkað við það:)
Hér er engin fjöldaframleiðsla og ef vara klárast getur tekið einhverja daga að afgreiða pöntun eða byggja upp lager.
Olían er svokölluð „foodsafe“ olía – þ.e. olía sem má nota á eldhúsvörur og er bakteríufráhrindandi.
Lakkið sem við notum er vatnslakk.
Málningin er akrýl vatnsmálning.
Verð á síðunni er með virðisaukaskatti.
Öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur og áskilum við okkur rétt á að leiðrétta og/eða hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp.
Ef varan er ekki til á lager látum við þig vita og þá um leið hvað afgreiðslufrestur verður langur.
Ef þú vilt þá hætta við endurgreiðum við, að sjálfsögðu, hafi greiðsla farið fram.
Við viljum að þú sért ánægð/ur með vöruna sem þú kaupir af okkur, en ef þú ert það ekki skaltu endilega hafa samband.